Má bjóða þér birkifræ?

 

Má bjóða þér birkifræ? 

Landsátak Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í söfnun birkifræs hófst haustið 2020 og mikill fjöldi fræja safnaðist. Skólum landsins býðst að fá fræ úr söfnuninni til sáningar og/eða tilraunar með spírun og vöxt. Ef þinn bekkur eða skóli hefur áhuga á að fá fræ hafðu samband við Kristinn H. Þorsteinsson.  Sími 834 3100. Netfang: birkiskogur@gmail.com

Mikilvægar slóðir fyrir kennara 
Hér fyrir neðan eru mikilvægar slóðir í verkefnalýsingar tveggja verkefna á vegum verkefnisins Vistheimt með skólum (Landvernd). Annars vegar verkefni um fræsöfnun og sáningu birkifræja og hins vegar tilraun með spírun og vöxt birkifræja. Verkefnin eru hugsuð fyrir unglingastig grunnskóla og framhaldsskóla en auðvelt er að aðlaga þau að yngri nemendum líka.  

Boð um birkifræ (Þar er einnig vísað í verkefnin)

Verkefni um fræsöfnun og sáningar

Verkefni með spírun fræja

Birki. Öllum heimil notkun. Ljósmyndari: Áskell Þórisson

Markmið

Átakið er liður í því að útbreiða birkiskóga sem þöktu a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna.

Um birki

Á Íslandi hefur birki þrifist í þúsundir ára og aðlagast íslenskri náttúru. Birkiskógurinn er eitt af lykilvistkerfum landsins. 

Mótttökustaðir um allt land á haustin

Fræinu er dreift vor og haust. Við hvetjum fólk til að skila inn fræinu á söfnunarstaði. Muna bara að merkja umbúðirnar vel. Ekki setja fræ í loftþétta plastpoka!

Sjálfgræðsla, endurheimt birkis

Við sjálfgræðslu þarf að huga að því að birkilundir innan svæða (gróðursettir eða fræsáning) séu þannig staðsettir að frædreifing frá þeim