Markmið
Hvert get ég skilað fræinu?
Hugmyndin er að almenningur og hópar vítt og breitt um landið safni birkifræi í nágrenni sínu eða í völdum birkiskógum í sínum landshluta.
Hægt verður að skila birkifræi á starfsstöðvar Terra, í verslanir Bónuss auk starfsstöðva Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Sjá slóðir neðst í þessum texta.
Þeir sem skila fræi á söfnunarstöðvar geta notað box átaksins eða sett fræið í pappírspoka eða poka úr taui. Alltaf þarf að skrá hvar og hvenær fræið var tínt. Hægt er að skrifa þetta á box átaksins en annars verður fólk að skrifa þessar upplýsingar á miða og láta fylgja með fræinu.
Fræi sem er skilað á söfnunarstöðvar verður dreift í haust undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

