Birkifræ

Landsöfnun

 

Hægt er að skila fræjum í fræsöfnunartunnur sem eru í

Bónus Allar verslanir.  

Starfsstöðvar Landgræðslu og Skógræktar um  land allt.

Olís – Í Varmahlíð, Siglufirði, Dalvík, Húsavík, Neskaupsstað, Reyðarfirði og Höfn.

Skagfirðingabúð  á Sauðárkróki

Ásbyrgi, veitingar og verslun í Kelduhverfi

Kauptún í Vopnafirði

Terra tekur einnig á móti á fræi á Mótttöku- og flokkunarstöð fyrirtækisins  á Akureyri Blönduós, Skagaströnd , Akranesi, Ísafirði og Reyðarfirði.

Ef þú ert ekki með fræsöfnunarbox, þá getur þú sett fræ í bréfpoka. Auk þess er líka hægt að sauma litla poka sem hægt er að loka að ofan með því að draga saman band í opinu. Þeir sem nota bréf- eða taupoka verða að muna að skrifa á miða hvar fræinu var safnað og setja miðann í pokann. Að safna og geyma fræ í plastpoka er ekki góður kostur því fræ skemmast mjög fljótt í þannig umbúðum.

Nánari upplýsingar gefur Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri, í s. 834 3100. Netfang: birkiskogur@gmail.com 

8. september 2021 var gefið út fjögurra síðna blað sem fylgdi Bændablaðinu.

Birkiblaðið – September 2021