Um birki
Ilmbjörk. Betula pubescens.
Á Íslandi hafa tvær tegundir birkiættkvíslarinnar þrifist í þúsundir ára og eru báðar mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru. Annars vegar er ilmbjörk (birki í daglegu tali) og hins vegar fjalldrapi sem er mjög smávaxinn runni og myndar því ekki skóg eða kjarr. Ilmbjörk er eina trjátegundin sem myndað getur skóga og óx hér villt áður en land byggðist. Sú tegund sem líkist birki mest er elri. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig hægt er að aðgreina þessar tegundir.
Birki er ættkvísl trjáa af birkiætt sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Birki er skylt elri (ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar. Birkitegundum er skipt í fimm undirættkvíslir. Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki.
Elri eða ölur (fræðiheiti: Alnus) er ættkvísl trjáa af birkiætt (Betulaceae). Í ættkvíslinni eru um 30 tegundir trjáa og runna. Elri er aðallega útbreitt á norðurhveli jarðar.