Markmið

 

Fræbox og skil á fræi

Í haust verða fræbox í öllum verslunum Bónus og Olís – og á starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Hægt er að skila fræjum í fræsöfnunarkassa sem eru í Bónus og Olís verslunum. Starfsstöðvar Landgræðslu og Skógræktar taka líka á móti fræi.  

Þú getur sett fræ í bréf- eða taupoka ef þú ert ekki með fræsöfnunarbox. Þeir sem nota bréf- eða taupoka verða að muna að skrifa á miða hvar fræinu var safnað og setja miðann í pokann.

Nánari upplýsingar gefur Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri, í s. 834 3100. Netfang: birkiskogur@gmail.com