Markmið

 

Birkiskógar í 5%

Með verkefnum sem einkum miða að útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Þótt megináherslan sé lögð á útbreiðslu birkis falla verkefni með öðrum tegundum einnig vel að markmiðum Bonn-áskorunarinnar í þágu náttúru og samfélags.

Óskað hefur verið eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Skógræktin og Landgræðslan hafa skipað hvor sinn verkefnisstjórann til samstarfsverkefna um útbreiðslu skóga samkvæmt markmiðum Bonn-áskorunarinnar. Markmiðið er að þekja birkiskóglendis fari úr 1,5 prósentum landsins í 5 prósent fram til 2030.

Sjá nánar hér